Uppskeruhátíð Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka var haldin í útibúinu á Kirkjusandi í vikunni. Í ár söfnuðust tæpar 46 milljónir króna til handa 130 góðgerðarfélögum ef marka má tilkynningu frá Íslandsbanka um samkomuna. Nú var því sett met í áheitsöfnun en um 3.400 hlauparar hlupu til góðs.

Kári Steinn Karlsson, maraþonhlaupari, afhenti viðurkenningar til þeirra sem söfnuðu mestum áheitum.

Það var Viktor Snær Sigurðsson sem safnaði mestu en hann hljóp fyrir AHC samtökin. Viktor safnaði rúmlega 1,6 milljón króna en aldrei hefur einstaklingur safnað jafn miklu í áheitasöfnuninni. Samkvæmt áheitaskýrslu var það að þessu sinni Kraftur sem fékk mestu áheitin eða rúma 3,1 milljón króna.

Áheitaskýrsluna má nálgast hér .