Heildarfjöldi kaupsamninga og afsala um atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu var 771 á árinu 2015 og nam heildarfasteignamat þeirra eigna 48 milljörðum króna. Þetta kemur fram í nýjustu tölum frá Þjóðskrá Íslands. Þetta er nokkuð minna en árinu áður þegar heildarfjöldi samninga og afsala var 782 talsins og heildarfasteignamat 51,6 milljarðar króna.

Þar getur spilað inn í verkfall hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu þar sem t.d. engum samningi var þinglýst í maí og aðeins þremur í apríl. Heildarfjöldi samninga og afsala utan höfuðborgarsvæðisins var 630 í fyrra samanborið við 597 árið áður og var heildarfasteignamat þeirra 15 milljarðar árið 2015 og 14,6 árið 2014.