*

fimmtudagur, 18. apríl 2019
Innlent 8. júní 2017 09:52

5% hagvöxtur á fyrsta ársfjórðungi

Landsramleiðsla á fyrstu þremur mánuðum ársins jókst um 5% frá sama tímabili í fyrra.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Landsframleiðsla á fyrstu þremur mánuðum ársins jókst að raungildi um 5% frá sama ársfjórðungi í fyrra. Hagvöxtur var því 5% á fyrsta ársfjórðungi. Þetta kemur fram í Hagtíðindum Hagstofu Íslands.

Þjóðarútgjöld, sem eru samtala neyslu og fjárfestingar, jukust um 3,2% á umræddu tímabili. Einkaneysla jókst um 7%, samneysla um 1,8% og fjárfesting um 2,5%. Útflutningur jókst um 5,4% á sama tíma og innflutningur jókst um 3,1%.

Árstíðaleiðrétt landsframleiðsla dróst saman um 1,9% milli fjórða ársfjórðungs 2016 og fyrsta ársfjórðungs 2017. Einkaneysla jókst um 1,7% og samneysla um 0,3% á meðan fjárfesting dróst saman um 3,8%. Innflutningur jókst um 0,9% en útflutningur dróst saman um 4,4%. 

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim