Cliff Baty fjármálastjóri enska knattspyrnuliðsins Manchester United sér fram á 50 milljón punda tekjumissi ef liðinu tekst ekki að sigra Ajax í úrslitaleik Evrópudeildarinnar sem fram fer í Stokkhólmi á miðvikudagskvöldið.

Ástæðan er sú að þátttaka í Meistaradeild Evrópu hefur mikil áhrif á tekjur knattspyrnufélaga og eina leið Manchester United til að vinna sér þátttökurétt í keppninni í gegn um sigur í Evrópudeildinni.

Komist félagið ekki í Meistaradeild Evrópu þýðir það að greiðsla sem félagið fær frá Adidas fyrir næsta keppnistímabil mun lækka um 21 milljón punda. Auk þess gerir United ráð fyrir því að endurkoma þeirra í Meistaradeildina muni skila 30 milljón punda hærri tekjum en fyrir þátttöku þeirra í Evrópudeildinni.

Mikið undir fyrir leikmenn

Það er einnig mikið undir fyrir leikmenn félagsins þar sem ákvæði eru í samningum leikmanna um að laun þeirra lækki um 25% ef þeim tekst ekki að komast í Meistaradeildina. Nemur heildarupphæð þessara launalækkana því u.þ.b. 38 milljónum punda. Það hefur því líklega aldrei verið jafn mikið undir hjá einum leikmannahóp í einum leik eins og á Friends Arena á miðvikudagskvöldið.