Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland hækkaði um 2,17 prósent í dag. Úrvalsvísitalan stendur nú í 1.783,37 stigum. Heildarvelta á mörkuðum nam 10,3 milljörðum. Þar af var velta á hlutabréfamarkaði 8,2 milljarðar og velta á skuldabréfamarkaði 1,6 milljarðar.

Gengi hlutabréfa Marels hækkaði um 6,39% í 5.612 milljón króna viðskiptum. Einnig hækkaði gengi hlutabréfa Símans um 1,45% í 494 milljón króna viðskiptum. Gengi hlutabréfa Eimskipafélags Íslands hækkaði um 1,23% í 146 milljón króna viðskiptum.

Hins vegar lækkaði gengi hlutabréfa Haga um 2,32% í 426,7 milljón króna viðskiptum.

Þegar litið er til félaga utan úrvalsvísitölunnar þá hækkaði gengi hlutabréfa Nýherja mest eða um 6,45% í 52 milljón króna viðskiptum. HB Grandi hækkaði einnig um 2,45% í 135,2 milljón króna viðskiptum. Gengi hlutabréfa Fjarskipta, móðurfélags Vodafone, lækkaði hins vegar um 2,08% í 105,5 milljón króna viðskiptum.