*

miðvikudagur, 17. október 2018
Innlent 19. október 2017 17:40

590 milljóna sala hjá Mosfellsbakarí

Hagnaður Mosfellsbakarís dróst saman milli ára.

Ritstjórn
Tekjur Mosfellsbakarís jukust milli ára. VB MYND/HARI
Haraldur Jónasson

Mosfellsbakarí hagnaðist um 10,5 milljónir króna á síðasta ári sem er um 1 milljón króna lægri hagnaður en árið 2015.

Vörusala fyrirtækisins jókst um 27,5 milljónir króna milli ára og nam 590 milljónum króna árið 2016. Rekstrargjöld jukust úr 533 milljónum í 567 milljónir króna. Þá lækkaði rekstrarhagnaður úr 30 milljónum í 24 milljónir króna milli ára.

Laun og launatengd gjöld jukust milli ára úr 255,6 milljónum króna í 278 milljónir króna.

Eignir Mosfellsbakarís nema 157 milljónum króna og hækka milli ára eftir 45,3 milljón króna fjárfestingar í varanlegum rekstrarfjármunum. Skuldir nema 120,5 milljónum króna og eigið fé 36,9 milljónum króna. Mosfellsbakarí er nær nær alfarið í eigu þeirra Ragnars Hafliðasonar og Áslaugar Sveinbjörnsdóttur í gegnum félagið Flugnet ehf., sem þau eiga saman.