*

föstudagur, 24. maí 2019
Innlent 18. apríl 2019 13:09

60 milljóna tap á þremur árum

Rekstur veitingastaðarins Nam er þungur, eignir félagsins eru metnar á 38 milljónir króna en skuldir nema 143 milljónum.

Ritstjórn

Um 16 milljóna króna tap var á rekstri veitingastaðarins Nam í fyrra. Rekstur staðarins hefur verið þungur undanfarin ár því árið 2017 nam tapið 16,6 milljónum og árið 2016 nam það 27,8 milljónum króna. Á þremur árum nemur tapið samtals 60 milljónum króna.

Rekstrartekjur Nam ehf. námu 87 milljónum króna í fyrra samanborið við 125 milljónir árið 2017. Eignir félagsins í lok árs 2018 voru metnar á 38 milljónir en skuldir námu 143 milljónum.

Nam ehf. rekur í dag veitingastað á bensínstöð N1 við Bíldshöfða en áður voru reknir staðir undir nafni Nam á Nýbýlavegi og á Laugarvegi. Nam ehf. er í eigu Burrito Island ehf., en það félag er í eigu félagsins Stöð ehf. og Vífilsgata AB.

Stikkorð: Nam
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim