Fasteignafélagið Festir ehf. tapaði tæplega 64,4 milljónum króna á síðasta rekstrarári samanborið við 421 milljónar króna hagnað árið áður. Rekstrartekjur félagsins námu 74,7 milljónum króna samanborið við 157,8 milljónir króna árið á undan.

Eignir félagsins námu 6,3 milljörðum króna um síðustu áramót og þar munaði mest um fasteignir í byggingu en sú eign er metin á 4,6 milljarða króna í ársreikningi félagsins. Eigið fé félagsins nam 725,4 milljónum króna og laun og launatengd gjöld námu 52,6 milljónum króna. Skuldir félagsins námu samtals um 4,8 milljörðum króna.

Félagið er í eigu Ólafs Ólafssonar í gegnum hollenska félagið SMT Partners B.V. en Ólafur situr einnig í stjórn félagsins.