Hönnunar- og nýsköpunarfyrirtækið Tulipop tapaði 65 milljónum króna í fyrra, en árið áður hafði það tapað 59 milljónum.

Tekjur félagsins voru 86 milljónir, og nam tapið því 75% af tekjum, á meðan kostnaður var 152 milljónir, sem er 18% hækkun frá fyrra ári, en hækkunin kemur alfarið til vegna hærri launakostnaðar, sem rúmlega tvöfaldaðist milli ára.

Tulipop er í eigu Þorbergs ehf., Frumtaks 2 slhf., Tokyo Tako ehf., og Lafayette ehf., og framkvæmdastjóri þess er Helga Árnadóttir