Miðvikudagur, 1. apríl 2015
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Eigendur Fíton hagnast

11. september 2011 kl. 10:45

Þormóður Jónsson hjá Fíton auglýsingastofunni.

Eignarhaldsfélag auglýsingastfonunnar Fíton hagnaðist um 23,9 milljónir króna á síðasta ári.

Erlukot, eignarhaldsfélag sem á 90% hlut í Fíton, 90% hlut í Auglýsingarmiðlun, 54% hlut í Atómstöðinni, 28% hlut í Grafít og helmingshlut í AT Hýsingu, hagnaðist um 23,9 milljónir króna á árinu 2010. Eigið fé félagsins var jákvætt um 58,4 milljónir króna í lok þess árs og stjórn þess lagði til að 11 milljónir króna yrðu greiddar út í arð til eigenda vegna rekstrarársins 2010 skv. nýbirtum ársreikningi. Stærsti eigandi Erlukots er Momac, eignarhaldsfélag Sigríðar Garðarsdóttur, sem á 50% hlut. Aðrir eigendur eru Finnur J. Malmquist og Anna Svava Sverrisdóttir, sem eiga 13% hlut hvort, og Anna Sigríður Guðmundsdóttir og Björn Jónsson, sem eiga 12% hlut hvort. Fíton, stærsta eign Erlukots, hagnaðist um 13,3 milljónir í fyrra. Alls voru 39 manns á launaskrá hjá auglýsingastofunni og námu launagreiðslur til þeirra um 186 milljónum króna.Allt
Innlent
Erlent
Fólk