66° Norður framleiðir leynilega úlpu sem einangruð er með íslenskum æðardúni. Úlpan, sem ber nafnið Æðey, er ekki í almennri sölu. Hana er ekki að finna í verslunum 66° Norður og upplýsingar um hana er ekki að finna á vefsíðu fyrirtækisins.

Helgi Rúnar Óskarsson, forstjóri 66° Norður, staðfestir tilvist úlpunnar í samtali við Viðskiptablaðið. Hann segir að viðskiptavinir séu mældir og fái verð í flíkina að því loknu. „Við gefum í raun ekki upp verðið nema það sé viðskiptavinur sem er að ræða við okkur um sínar þarfir," segir hann.

Spurður hvort verð úlpunnar geti farið yfir milljón krónur segir Helgi að það fari alveg eftir því hverjar þarfir viðskiptavinarins séu, en samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins hafa Æðeyjar-úlpur selst á slíku verði.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Meðal annars efnis í blaðinu er:

  • Bandarískur vogunarsjóður hagnaðist um tæpa 100 milljarða á kröfum á íslensku bankana.
  • Eignir Íslandshótela hafa verið stórlega vanmetnar
  • Íslensk fyrirtæki eru í erfiðri stöðu gagnvart erlendri samkeppni.
  • Bresk stjórnvöld eru ekki ennþá sannfærð um sæstreng.
  • Nýtt íslenskt gin er komið á markað.
  • Svipmynd af Jóni Viðari Stefánssyni, framkvæmdastjóra markaðs- og heildsölusviðs hjá ÍSAM.
  • Ítarlegt viðtal við Bjarna Ákason, framkvæmdastjóra Eplis.
  • Huginn og Muninn eru á sínum stað auk Týs sem fjallar um gjaldtöku á ferðamannastöðum.
  • Óðinn skrifar um misskiptingu auðs.