*

sunnudagur, 21. apríl 2019
Erlent 5. febrúar 2019 19:02

68 milljarða sáttargreiðsla Apple

Apple hefur komist að samkomulagi við frönsk yfirvöld um greiðslu á ógreiddum sköttum.

Ritstjórn
european pressphoto agency

Apple hefur komist að samkomulagi við frönsk yfirvöld um greiðslu á ógreiddum sköttum. BBC greinir frá þessu.

Samkvæmt frétt franska blaðsins L'Express nam greiðslan samtals 500 milljónum evra, sem samsvarar um það bil 68 milljörðum króna.

Apple í Frakklandi staðfesti í yfirlýsingu til Reuters að samkomulagið hafi átt sér stað en neitaði að gefa upp hversu há sáttargreiðslan til yfirvalda var.

Stikkorð: Apple Frakkland
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim