Alls var 140 kaupsamningum fasteigna á höfuðborgarsvæðinu þinglýst dagana 18. til 24. mars.  Þar af voru 96 samningar um eignir í fjölbýli, 32 samningar um sérbýli og 12 samningar um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Heildarveltan var 5.497 milljónir króna og meðalupphæð á samning 39,3 milljónir króna. Þetta kemur fram í tölum frá Þjóðskrá Íslands.  Vikuveltan hefur ekki verið minni síðan í fyrstu vikuna í febrúar en hafa verður í huga að í síðustu viku var frí í tvo daga, skírdag og föstudaginn langa.

Í páskavikunni var 25 kaupsamningum þinglýst á Suðurnesjum. Þar af voru 10 samningar um eignir í fjölbýli, 12 samningar um sérbýli og 3 samningar um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Heildarveltan var 613 milljónir króna og meðalupphæð á samning 24,5 milljónir króna.

Fjórtán kaupsamningum þinglýst á Akureyri. Þar af voru 8 samningar um eignir í fjölbýli og 6 samningar um sérbýli. Heildarveltan var 420 milljónir króna og meðalupphæð á samning 30 milljónir króna.

Þá var 13 kaupsamningum þinglýst á Árborgarsvæðinu. Þar af voru 2 samningar um eignir í fjölbýli og 11 samningar um sérbýli. Heildarveltan var 230 milljónir króna og meðalupphæð á samning 17,7 milljónir króna.

Alls var því 192 kaupsamningum þinglýst á þessum fjórum svæðum og nam heildarveltan samtals 6.760 milljónum króna.

Vakin er athygli á að meðalupphæð kaupsamnings er ekki hægt að túlka sem meðalverð eigna og þar með sem vísbendingu um verðþróun. Þetta er vegna þess að hver kaupsamningur getur verið um fleiri en eina eign auk þess sem eignir eru misstórar, misgamlar o.s.frv.