Sigurður R. Ragnarsson er eini núverandi stjórnarmaður Samtaka iðnaðarins sem býður sig fram til endurkjörs í þau fjögur sæti sem losna í stjórninni á næstkomandi Iðnþingi.

6 aðrir sækjast eftir stuðningi í stjórnina, sem í heildina inniheldur 10 manns, en formaðurinn er kjörinn sérstaklega, en þar er Guðrún Hafsteinsdóttir markaðsstjóri Kjöríss ein í framboði.

Frambjóðendurnir sem berjast um þau fjögur sæti sem eru að losna eru kynntir á vef samtakanna , en það eru þau:

  • Agnes Ósk Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri GK snyrtistofu
  • Ágúst Þór Pétursson, húsasmíðameistari
  • Daníel Óli Óðinsson, framkvæmdastjóri JSÓ Járnsmiðja
  • Guðmundur Skúli Viðarsson, ljósmyndair og eigandi Myndsköpun Ljósmyndagerð ehf. og markaðsfræðingur Hertz á Íslandi.
  • Guðrún Halla Finnsdóttir, verkefnastjóri viðskiptaþróunar Norðuráls.
  • Magnús Hilmar Helgason, framkvæmdastjóri Launafls ehf. í Fjarðarbyggð.
  • Sigurður R. Ragnarsson, forstjóri ÍAV.