*

mánudagur, 22. apríl 2019
Innlent 23. ágúst 2018 19:01

700 milljóna hagnaður Hampiðjunnar

Hampiðjan hagnaðist um tæpar 700 milljónir króna á fyrstu sex mánuðum ársins.

Ritstjórn
Hjörtur Erlendsson, forstjóri Hampiðjunnar.
Haraldur Guðjónsson

Hampiðjan hagnaðist um tæpar 700 milljónir króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Rekstrartekjur voru 77,3 milljónir evra og EBITDA af reglulegri starfsemi var 10 milljónir evra. Heildareignir námu 205 milljónum evra , en í lok 2017 námu þær 186,9 milljónum evra. Vaxtaberandi skuldir voru 71,2 milljónir evra og eiginfjárhlutfall var 51,0%. Þetta kemur fram í tilkynningu Hampiðjunnar til Kauphallarinnar.

„Sala samstæðunnar hefur gengið framar vonum á fyrri hluta ársins og nam söluaukningin um 21% milli ára. Um 43% aukningarinnar er tilkomin vegna ytri vaxtar með kaupum á fyrirtækjum en 57% vegna innri vaxtar bæði hér á Íslandi og erlendis. 

EBITDA eykst á milli ára og enn eru miklir hagræðingarmöguleikar til staðar innan samstæðunnar sem munu nýtast okkur á næstu árum. 

Hér á Íslandi hefur verið gengið frá kaupum á eign minnhluta í dótturfélaginu Fjarðaneti og er það nú að fullu í eigu Hampiðjunnar. Hafin er bygging á nýju netaverkstæði á Neskaupstað sem mun hýsa starfsemi Fjarðanets og áætlað er að það verði tilbúið næsta vor.

Í ár hefur verið gengið frá kaupum á tveim fyrirtækjum í veiðarfæragerð.  Annað þeirra er North Atlantic Marine Supply and Services á Nýfundnalandi og eru netaverkstæði Hampiðjunnar þar nú 5 talsins.  Hitt er spænska netaverkstæðið Tor-Net SL í Las Palmas á Kanaríeyjum sem sinnir bæði heimamarkaðnum og vesturströnd Afríku. 

Bæði þessi kaup hafa styrkt stöðu Hampiðjunnar sem leiðandi veiðarfæraframleiðanda á heimsvísu," er haft eftir Hirti Erlendssyni, forstjóra Hampiðjunnar í tilkynningunni.

Stikkorð: Hampiðjan
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim