Þriðjudagur, 3. mars 2015
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

16% söluaukning hjá H&M í mars

18. apríl 2012 kl. 17:17

Spár höfðu gert ráð fyrir 12% aukningu en gott veður jók söluna.

Sala fatarisans H&M jókst um 16% í mars en spár greiningaraðila gerðu ráð fyrir 12% aukningu í mars. Er söluaukningin milli mánaða sú mesta í fimm ár. Gert er ráð fyrir slakari sölu í apríl sökum þess að veður hefur ekki verið gott það sem af er mánuði. 

H&M gefur upp sölutölur í verslunum sem voru til staðar fyrir ári síðan en ef nýjar búðir eru teknar með nam söluaukningin milli ára 26%. 

Heildarsala H&M á þessu fjárhagsári, sem hefst í desember, hefur aukist mikið þrátt fyrir slæmt efnahagsástand í Evrópu, sem er stærsti markaður H&M. Heildarsala hefur aukist um 22% það sem af er ári samkvæmt frétt Reuters.