*

þriðjudagur, 19. febrúar 2019
Innlent 5. ágúst 2018 15:04

74 milljóna velta hjá Total Football

Stærsta umboðsskrifstofa íþróttamanna á Íslandi velti 74 milljónum króna í fyrra og hagnaðist um 12,5 milljónir.

Ritstjórn
Arnór Guðjohnsen er einn af þremur eigendum Total Football.

Total Football ehf., stærsta umboðsskrifstofa íþróttamanna á Íslandi, velti 74 milljónum króna í fyrra samanborið við 54 milljónir árið 2016. Félagið hagnaðist um 12,5 milljónir á síðasta ári en þrjár árið á undan.

Total Football er með fjölda knattspyrnumanna á sínum snærum og má nefna landsliðsmennina Jón Daða Böðvarsson og Hörð Magnússon. Arnór Guðjohnsen er einn af þremur eigendum Total Football en hann á 37,5% í gegnum félagið International soccer man Íslandi ehf.

Stikkorð: Arnór Guðjohnsen