*

miðvikudagur, 24. apríl 2019
Innlent 30. desember 2017 17:33

74% styðja ríkisstjórnina

Rétt tæplega þrír af hverjum fjórum aðspurðra í Þjóðarpúlsi Gallup segjast styðja ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur.

Ritstjórn
Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannesson
Haraldur Guðjónsson

Næstum þrír af hverjum fjórum sem tóku afstöðu segjast styðja ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Þegar stuðningur við ríkisstjórnir er skoðaður aftur til 1995 hafði aðeins ein ríkisstjórn meiri stuðning í upphafi stjórnartíðar sinnar. Þetta var ríkisstjórn Geirs H. Haarde sem mynduð var í lok maí 2007 en hún naut stuðnings 76-83% kjósenda fram í janúar 2008. Ríkisstjórn Davíðs Oddssonar náði svo um 75% stuðningi í ágúst 1999, skömmu eftir kosningar.

Þetta kemur fram í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup.

Litlar breytingar eru á fylgi flokka frá síðasta Þjóðarpúlsi og breytist fylgi þeirra um á bilinu 0,3 - 1,5 prósentustig. Liðlega 25% segjast nú myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn, rúmlega 17% Vinstri græn, tæplega 16% Samfylkinguna, nær 12% Framsóknarflokkinn, liðlega 10% Pírata, tæplega 7% Viðreisn, næstum 6% Miðflokkinn, rösklega 5% Flokk fólksins og ríflega 2% aðra flokka, þar af rúmlega 1% Bjarta framtíð.

Tæplega 7% taka ekki afstöðu eða neita að gefa hana upp og 5% svarenda segjast myndu skila auðu eða ekki kjósa ef kosið yrði til Alþingis í dag. 

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim