Laugardagur, 29. ágúst 2015
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Menntaskóli Óla Stef afskráður

29. júlí 2012 kl. 08:56

Ólafur Stefánsson

Til stóð að í nýja skólanum yrði áhersla lögð á skapandi skólastarf, en sá draumur rættist ekki.

Stjórn Menntaskólans ehf., hefur óskað eftir að félaginu verði slitið og afskráð úr fyrirtækjaskrá. Félagið ætlaði á sínum tíma að stofna nýjan einkarekinn sjálfstætt starfandi grunnskóla í Reykjavík og átti að starfa í hluta húsnæðis gömlu heilsuverndarstöðvarinnar við Barónsstíg.

Aðstandendur grunnskólans voru þau Edda Huld Sigurðardóttir, fyrrverandi skólastjóri Ísaksskóla, Þorvaldur Þorsteinsson rithöfundur, Jenný Guðrún Jónsdóttir kennari og Ólafur Stefánsson handboltamaður. Til stóð að í nýja skólanum yrði áhersla lögð á skapandi skólastarf sem átti að vera verulega frábrugðið hefðbundnu skólastarfi. Ljóst er að þessi áform munu því ekki ganga eftir í umræddu félagi.