Þriðjudagur, 31. mars 2015
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Útgerðarfyrirtæki í þrot

3. ágúst 2012 kl. 10:22

Lýstar kröfur í þrotabú Ocean Direct námu 596,7 milljónum króna, en þær fengust að litlu leyti greiddar.

Skiptum er lokið á útgerðarfyrirtækinu Ocean Direct í Hafnarfirði. Fyrirtækið var í meirihlutaeigu og undir stjórn Arnars Atlasonar og gerði út dragnótabátinn Sæberg HF-224. Samkvæmt tilkynningu skiptastjóra námu lýstar kröfur í fyrirtækið 596,7 milljónum króna og fengust veðkröfur greiddar að fjárhæð 154,2 milljónir króna og lögveðskröfur að fjárhæð 3,4 milljónir. Aðrar kröfur í búið fengust ekki greiddar.

Síðasti ársreikningur félagsins er fyrir árið 2009 og nam tap þess á því ári 46,5 milljónum króna. Ljóst er af reikningnum að félagið var í alvarlegum vandræðum á þeim tíma, því eignir þess voru ríflega 273,8 milljónir króna en eigið fé var neikvætt upp á 290,5 milljónir.Allt
Innlent
Erlent
Fólk