Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir verkalýðshreyfinguna ekki hafa teiknað upp möguleg verkföll en bendir á að það séu ekki bara flugmenn og flugvirkjar sem geti lamað flugsamgöngur. „Það eru fleiri sem starfa á flugvöllum við að halda uppi flugsamgöngum. Sömuleiðis er það þannig að ef stofnun er ekki ræst í þrjá daga eða meira þarf að loka henni. Láglaunastörfin eru líka mikilvæg störf og hafa slagkraft ef hann er nýttur rétt. Við gætum haldið úti svona skærum með fjármagnstekjum af verkfallssjóðunum okkar,“ segir Ragnar Þór, en fjármagnstekjur af heildarsjóðum VR námu um 750 milljónum á síðasta ári.

Af 12 milljarða eignum félagsins eru 3,6 milljarðar í verkfallsjóði, en Ragnar Þór segir hægt að færa þessar eignir milli sjóða félagsins með dagsfyrirvara. „Þannig getum við staðið á bak við svona aðgerðir eins lengi og til þarf á fullum launum. En ég vona að það þurfi ekki að koma til slíkra aðgerða en það þarf svo sannarlega að láta vita að við höfum þetta hangandi yfir okkur þangað til við setjumst niður og förum að tala saman.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .