Miðvikudagur, 1. apríl 2015
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Gengi Apple aldrei hærra en nú

20. ágúst 2012 kl. 17:49

Apple iPhone 4

Virði Apple er nú um 623 milljarðar dala. Væntingar eftir nýjum iPhone og ódýrari útgáfu af iPad hífa upp gengi félagsins.

Gengi bandaríska tölvuframleiðandans Apple  fór um tíma í dag upp í 664,7 dali á hlut sem þýðir að geng fyrirtækisins hefur aldrei verið hærra. Þegar þetta er skrifað, um kl. 17.45 á íslenskum tíma, er gengið um 661,4 á hlut.

Apple hefur frá síðustu áramótum verið verðmætasta skráða fyrirtækið í sögunni en það hefur þó aldrei verið verðmætara en nú. Samkvæmt vef Bloomberg fréttaveitunnar er virði félagsins nú um 623 milljarðar Bandaríkjadala. Apple er samkvæmt þessu um 50% verðmætara en olíufyrirtækið Exxon Mobil.

Að sögn Bloomberg má rekja hækkun á gengi Apple til þess að von er á nýjum síma frá fyrirtækinu, iPhone 5, auk þess sem gert er ráð fyrir því að fyrirtækið kynni ódýrari útgáfu af iPad spjaldtölvunni fyrir áramót.

Fyrra met í virðismati fyrirtækja átti hugbúnaðarfyrirtækið Microsoft sem árið 1999 var metið á um 620,6 milljarða dali. Sé tekið tillit til verðbólgu var raunvirði þess þá um 850 milljarðar dala á núvirði. Virði Microsoft er í dag um 257 milljarðar dala. Allt
Innlent
Erlent
Fólk