Fimmtudagur, 2. apríl 2015
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Auglýsingar Fabrikkunnar reynast hamborgarasölu vel

12. september 2012 kl. 18:46

Við opnun Hamborgarafabrikkunnar.

Bóndinn að Vestra-Fíflholti hyggst auka nautakjötsframleiðslu í ljósi hamborgaraæðis Íslendinga.

„Tómas Tómasson veitingamaður benti mér [á] að það mætti meðal annars rekja til þess að Hamborgarafabrikkan auglýsti mjög mikið og það virðist hafa komið allri hamborgarasölu til góða,“ segir Ágúst Rúnarsson bóndi að Vestra-Fíflholti í Rangárþing eystra um aukna eftirspurn eftir nautakjötsborgurum. Ágúst hyggst auka framleiðslu hjá sér um þriðjung en hann er í dag með um 200 nautgripi. Þetta kemur fram í Sunnlenska fréttablaðinu.

„Það hefur verið jafn og góður stígandi í eftirspurn eftir nautakjöti. Það sést á því að það er stöðug eftirspurn eftir ákveðnum bitum í innflutningi. Ég tel að þessi staða gefi tækifæri til að stækka eininguna hjá mér og ná fram meiri hagkvæmni. Við höfum einnig orðið varir við gríðarlega aukningu í eftirspurn eftir nautakjötsborgurum," segir Ágúst sem virðist ætla að svara hamborgaraæði landsmanna með aukinni framleiðslu á nautakjöti.Allt
Innlent
Erlent
Fólk