*

laugardagur, 16. febrúar 2019
Innlent 9. september 2018 12:03

762 milljóna hagnaður

Hagnaður ÞG verktaka jókst um 13,3% á árinu 2017.

Ritstjórn
Þorvaldur Gissurarson forstjóri ÞG verktaka.
Birgir Ísl. Gunnarsson

Hagnaður ÞG verktaka ehf. nam 762 milljónum króna á árinu 2017 samanborið við 672 milljónir árið áður samkvæmt ársreikningi félagsins. Jókst hagnaður félagsins því um 13,3% milli ára. Tekjur ársins námu 11,2  milljörðum króna og jukust um 65,7% milli ára.

Í árslok námu eignir félagsins 3.671 milljón króna og skuldir námu 1.995 milljónum. Eigið fé nam 1.675 milljónum í árslok og eiginfjárhlutfall var 45,6%. Þorvaldur Gissurarson er forstjóri félagsins.