Samkvæmt nýjum könnunum í Rússlandi fer forseti þjóðarinnar með traust og ánægju ríflega 80% landsmanna. Hlutfallið hefur farið lækkandi á síðustu árum, með fallandi lífsgæðum og efnahagslegri stöðnun í Rússlandi, en þrátt fyrir það eru fáir sem geta státað sig af jafn háu hlutfalli og hann.

Skoðun Rússa á Pútín hefur sögulega orðið jákvæðari því meira sem hann stendur í hárinu á leiðtogum annarra ríkja - eins og þegar hann ákvað að eigna Rússlandi Krímskaga eða þegar hann ákvað að styðja við Bashar Al-Assad þegar borgarastyrjöld braust út í Sýrlandi.

Pútín er 63 ára gamall og hefur verið við völd í 16 ár. Þannig hefur hann setið út kjörtímabil fjögurra Bandaríkjaforseta, sé Barack Obama meðtalinn, og er meðal þeirra þjóðhöfðingja sem hvað lengst hafa setið við völd. Frétt Bloomberg fjallar um þetta.