Mat Ríkisskattstjóra á á umfangi skattaundanskota er að á undanförnum árum hafi þau numið um 80 milljörðum króna árlega.

Í samtali við Viðskiptablaðið staðfestir Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri að mat embættisins á töpuðum skatttekjum sé um það bil 4% af vergri landsframleiðslu. „Við erum ekki bara að tala um sviksamlega háttsemi, við erum líka að tala um háttsemi þar sem menn hafa ekki hirt um að leggja á skatt og ýmislegt svoleiðis,“ segir Skúli.