Magnús Árni Skúlason, agfræðingur hjá Reykjavík Economics, segir í viðtali í Morgunblaðinu að 90 daga útleiguregla á Airbnb-íbúðum, sem sett var á um áramótin hafi þegar haft áhrif á íbúðamarkaðinn. Þá að því leytinu til að meiri hvati sé fyrir fjárfesta til að leigja íbúðir til langs tíma, eða nýta tækifærið og selja í hagstæðu markaðsástandi.

Gengi íslensku krónunnar hefur styrkst talsvert og hefur launakostnaður einnig aukist. Það hefur í kjölfarið áhrif á tekjur af íbúðum sem leigðar eru til ferðamanna. Enn fremur er skammtímaútleiga virðisauka- og tekjuskattskyld. Einnig hafi mörg sveitarfélög kynnt til sögunnar reglur þar sem að hærri fasteignagjöld af íbúðarhúsnæði í langtímaleigu.

Annað er uppi á teningnum fyrir þá sem sem leigi eigið íbúðarhúsnæði, eða herbergi til skamms tíma innan fyrrgreindnra 90 daga. Það getur verið mikil búbót. Magnús Árni bætir við að þeir aðilar sem hafa leyfi allt árið um kring með góða bókunarstöðu hafa meiri hvata til að halda atvinnustarfsemi með hefðbundnum hætti.