*

sunnudagur, 17. febrúar 2019
Innlent 16. maí 2016 09:08

90% hagnaðaraukning

Expectus hagnaðist um 66,5 milljónir króna í fyrra. Handbært fé þrefaldaðist á milli ára.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Ráðgjafarfyrirtækið Expectus hagnaðist um 66,5 milljónir króna í fyrra. Hagnaðurinn jókst um 90% milli ára. Handbært fé frá rekstri fyrirtækisins þrefaldaðist milli ára og nam 73 milljónum króna á síðasta ári.

Félagið greiddi hluthöfum sínum 35 milljónir króna í arð. Það er minna en árið 2014 þegar arðgreiðslur námu 53 milljónum. Eignir Expectus námu í lok síðasta árs 155 millj­ónum króna og jukust um helming milli ára. Þar af nam handbært fé 69 milljónum króna. Eigið fé nam 77,8 milljónum í lok síðasta árs.

Stærsti eigandi Expectus er félagið Promigo ehf., en framkvæmdastjóri fyrirtækisins er Anna Björk Bjarnadóttir.