*

fimmtudagur, 22. nóvember 2018
Innlent 7. desember 2017 08:48

90 milljarðar á ári

SA hafa reiknað út kostnað við stjórnarsáttmálann og sakna þess að talað sé um aðhald og niðurgreiðslu skulda.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Samtök atvinnulífsins telja að árlegur kostnaður við nýjan stjórnarsáttmála nemi um 90 milljörðum króna. Miðar sú tala við þann tímapunkt þegar allar boðaðar aðgerðir eru komnar til framkvæmda.

Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA segir að samtökin hafi farið mjög vel yfir stjórnarsáttmálann síðan hann var gerður opinber og saknar hann þess að ekkert sé talað um aðhald og niðurgreiðslu skulda. Á toppi hagsveiflunnar þurfi að sýna ráðdeild og vaxtabyrði Íslands sé ein sú mesta á meðal ríkja OECD.

„Við teljum að árlegur kostnaður við sáttmálann, og þær aðgerðir sem í honum eru boðaðar, nemi um 90 milljörðum króna þegar þær eru allar að fullu komnar til framkvæmda. Í þessu mati okkar erum við að miða við þær forsendur sem lesa má út úr stjórnarsáttmálanum en þær eru ekki tæmandi. Okkur sýnist því að verið sé að bæta verulega í útgjöldin.

Kostnaðarsömustu liðirnir tengjast samgöngum, fjarskiptum og byggðamálum, en einnig heilbrigðismálum, sem og mennta- og menningarmálum.“

Nánar má lesa um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta gerst áskrifendur hér.