*

laugardagur, 25. maí 2019
Innlent 21. apríl 2019 10:11

90 milljóna arðgreiðsla Aðalvíkur

Bygginga- og verktakafyrirtækið Aðalvík ehf. hagnaðist um 67,7 milljónir króna á síðasta rekstrarári.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Bygginga- og verktakafyrirtækið Aðalvík ehf. hagnaðist um 67,7 milljónir króna á síðasta rekstrarári og dróst hagnaður saman um 61 milljón milli ára. Ákveðið var að greiða níutíu milljóna arð til hluthafa vegna rekstrarársins sem er fjörutíu milljónum meira en vegna ársins 2017.

Tekjur af rekstri námu 1.258 milljónum og lækka um 156 milljónir. Hjá fyrirtækinu störfuðu 25 manns í tuttugu stöðugildum og námu laun og launagjöld vegna þeirra rúmum 189 milljónum. Eigið fé félagsins var jákvætt um 190 milljónir í árslok og skuldir drógust saman um tæplega 30 milljónir. Nema þær nú rúmum 135 milljónum.

Langstærsti hluthafi félagsins er Jóhannes T. Halldórsson en hann á tæp 63 prósent. Fjórir skipta jafnt með sér þeim hlutum sem eftir standa. Bergur I. Arnarsson er framkvæmdastjóri félagsins.

 

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér

 

Stikkorð: uppgjör Aðalvík
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim