*

föstudagur, 19. apríl 2019
Innlent 28. september 2017 13:51

92% Pírata vill nýja stjórnarskrá

Meirihluti Íslendinga, eða 56%, þykir mikilvægt að fá nýja stjórnarskrá á næsta kjörtímabili.

Ritstjórn
Píratar og Samfylkingarmenn þykir það mikilvægast að fá nýja stjórnarskrá.

Meirihluti Íslendinga - eða 56% - þykir mikilvægt að fá nýja stjórnarskrá á næsta kjörtímabili að því er kemur fram í nýrri könnun MMR um afstöðu Íslendinga til nýrrar stjórnarskráar á næsta kjörtímabili. Hægt er að lesa nánar um könnunina hér.

91% af stuðningsfólki Samfylkingarinnar og 92% af stuðningsfólki Pírata þótti mikilvægt að fá nýja stjórnarskrá. Aftur á móti þá þótti einungis 15% af stuðningsfólki Sjálfstæðisflokksins mikilvægt að fá nýja stjórnarskrá á næsta kjörtímabili. 76% Vinstri grænna, 40% Framsóknar og 39% Viðreisnar þótti það mikilvægt að fá nýja stjórnarskrá fyrir næsta kjörtímabil. 

Þeir Íslendingar sem búsettur voru á höfuðborgarsvæðinu voru líklegri til að þykja það mikilvægt að fá nýja stjórnarskrá en þeim sem voru búsettur á landsbyggðinni. Alls þótti 61% þeirra sem bjuggu á höfuðborgarsvæðinu mikilvægt að fá nýja stjórnarskrá á næsta kjörtímabili — en einungis 47% af fólki sem búsett var á landsbyggðinni. 

Því lægri heimilistekjur sem svarendur höfðu því mikilvægara þótti þeim að fá nýja stjórnarskrá. Þannig fannst 64% svarenda með heimilistekjur undir 400 þúsund það vera mikilvægt að fá nýja stjórnarskrá á næsta kjörtímabili, samanborið við 51% þeirra sem höfðu milljón eða meira í heimilistekjur.

Alls svöruðu 1012 einstaklingar könnuninni sem framkvæmd var dagana 26.- 28. september 2017. Einstaklingarnir voru valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR. 

Stikkorð: MMR Stjórnarskrá Píratar könnun
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim