Uppsöfnuð velta tölvuleikjaiðnaðarins á Íslandi á árabilinu 2008-2015 er 67, 8 milljarðar króna og hefur meðalvöxtur iðnaðarins verið 18% á ári. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá leikjaframleiðendum í dag.

Um 95% af tekjum leikjaframleiðenda koma erlendis frá.

Tekjur ríkissjóðs af starfsemi fyrirtækja í þessum iðnaði á árabilinu 2008-2013 þegar velta var 46,3 milljarðar króna voru 6,6 milljarðar króna í formi staðgreiðslu starfsmanna, tryggingargjalds og tekjuskatts af hagnaði fyrirtækjanna.

Ársfundur leikjaframleiðenda, IGI – Icelandic Game Industry, verður haldinn á morgun þriðjudag 5. apríl á Vox Club Hilton Reykjavík Nordica kl. 16.00-18.00 . Að erindum loknum munu leikjaframleiðendur sýna það nýjasta sem er að gerast í leikjaiðnaðinum á Íslandi.