TripCreator hefur ráðið Katie Hammel til að hafa umsjón með efnismarkaðssetningu fyrirtækisins. Í því felst samvinna við þekkta ferðabloggara og pistlahöfunda, ritstýring á öllu efni sem TripCreator gefur út og fjölmiðlatengsl. Áður en Katie kom til TripCreator starfaði hún hjá Viator, ferðaþjónustufyrirtæki í eigu TripAdvisor.

TripCreator er vefur sem gefur notendum hugmyndir að ferðum sem er svo hægt að breyta/bæta að vild. Á vefnum er hægt að bóka alla gistingu, afþreyingu og bílaleigubíla í einu, en gervigreind sér til þess að notandinn getur ekki gert neinar breytingar sem ekki ganga upp.

TripCreator býður nú upp á 16 áfangastaði sem hægt er að skipuleggja ferðalög til og fer þeim ört fjölgandi. Stefnt er að því að opna fyrir alla Evrópu og Norður Ameríku innan fárra mánaða. Starfsmenn TripCreator eru nú 15 talsins á  þremur skrifstofum.