Verizon Communications Inc. býður um 4,8 milljarða í helstu hluti Yahoo fyrirtækisins. Fela kaupin í sér helstu netþjónustu fyrirtækisins, auk fasteigna og landareigna. Það sem skilið verður eftir í fyrirtækinu verða ákveðnar höfundarréttareignir, auk Yahoo Japan og hlutar fyrirtækisins í kínverska netverslunarrisanum Alibaba.com.

Stefnubreyting hjá Verizon

Verða notendum Yahoo bætt við stækkandi fjölmiðla og netveldi Verizon, sem mun væntanlega tvöfaldast að stærð við kaupin, og gera það þriðja stærsta fyrirtækið á netmörkuðum á eftir Google og Facebook, á þessum 187 milljarða Bandaríkjadala markaði. Verizon eignaðist AOL á síðasta ári og eru þessi kaup álitin framhald af þeim kaupum.

„Samningurinn felur í sér skýra stefnubreytingu hjá Verizon,“ segir Craig Moffett greinandi hjá Moffett Nathanson. „Þeir eru að reyna að græða á netumferð á algerlega nýjan hátt. Í stað þess að rukka viðskiptavini fyrir umferð, ætla þeir að rukka auglýsendur fyrir augu sem sjá auglýsingar þeirra.“

Hlutabréf í Yahoo hækkuðu um 1,4% á föstudag í kjölfar þess að fréttir bárust af því að félagið væri að nálgast það að ná samningum við Verizon. Jafnframt hækkuðu hlutabréf í Verizon um 1,3%.