Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,41% og er 8.010 stig við hádegi, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Veltan nemur 4,7 milljörðum króna.

Bandarískir hlutabréfamarkaðir lækkuðu síðasta föstudag og því bjuggust sumir sérfræðingar við að Norrænir markaðir myndu lækka í dag. En danska vísitalan OMXC hefur hækkað um 0,26%, norska vísitalan OBX hefur hækkað um 0,12% en sænska vísitalan OMXS hefur lækkað um 0,17%, samkvæmt upplýsingum frá verðbréfavefnum Euroland.

365 hefur hækkað um 5,6% í 15 viðskiptum sem nema um 40 milljónum króna, Straumur hefur hækkað um 1,8%, Atlantic Petroleum hefur hækkað um 0,9%, Bakkavör Group hefur lækkað hækkað um 0,76% og Kaupþing hefur hækkað um 0,74%.

Alfesca hefur lækkað um 1,11%, Föroya banki hefur lækkað um 1,09%, Landsbankinn hefur lækkað um 0,74% og Eimskip hefur lækkað um 0,38%.

Gengi krónu hefur veikst um 0,22% og er 117,9 stig.