Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,28% og er 8.254 stig við hádegi, samkvæmt upplýsingum frá Markaðvakt Mentis. Veltan nemur 13,6 milljörðum króna.

Alfesca hefur hækkað um 2,39% en félagið birti í gær uppgjör sem var yfir væntingum greiningardeilda, Marel hækkaði um 1,7%, TM hækkaði um 0,87%, Flaga Group hækkaði um 0,65% og Atlantic Petroleum hækkaði um 0,46%.

Teymi lækkaði um 2,11%, Landsbankinn lækkaði um 0,96%, Exista lækkaði um 0,74%, Straumur hefur lækkað um 0,49% og Össur hefur lækkað um 0,47%.

Gengi krónu hefur veikt um 1,1% og er 119,9 stig við hádegi.