Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 1,13% og er 8.061 stig, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Hlutabréfaverð í Norðurlöndunum hefur hækkað í dag meðal annars í kjölfar bollalenginga um samruna í fjármálageiranum.

Erlendir fjölmiðlar hafa velt fyrir sér hvort SEB muni bjóða 138 sænskar krónur á hlut í 19,9% hlut ríkisins í sænska bankanum Nordea. Í kjölfarið hefur félagið hækkað um 9,69% á sænska markaðnum, samkvæmt upplýsingum frá Euroland.

Finnska tryggingafélagið Sampo, sem er að fimmtungi í eigu íslenska fjármálafyrirtækisins Exista, á 5,4% í Nordea.

Exista hefur hækkað um 4,09%, Teymi hefur hækkað um 1,48%, FL Group hefur hækkað um 1,44%, Össur hefur hækkað um 1,41% og Kaupþing hefur hækkað um 1,29%.

Alfesca hefur lækkað um 0,47%, 365 hefur hækkað um 0,41%, Eimskip hefur lækkað um 0,25% og Bakkavör Group hefur lækkað um 0,15%.

Gengi krónu hefur styrkst um 0,55% og er 116,9 stig.