Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 3,6% og er 5.449 stig við hádegi, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Veltan nemur fimm milljörðum króna. Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 13,7% frá áramótum.

Strax við opnun markaðar fór hann í þetta horf. Flestallir erlendir markaðir hafa líka lækkað - en Wall Street lækkaði í gær.

Exista [ EXISTA ] hefur lækkað um 7,7% við hádegi og um 27% frá áramótum, FL Group [ FL ] hefur lækkað um 6,5% í dag og um 24% frá áramótum, Spron [ SPRON ] hefur lækkað um 5,6%, Straumur [ STRB ] hefur lækkað um 4,2% og Landsbankinn [ LAIS ] hefur lækkað um 4%.

Fjárfestingafélög eru næmust fyrir hreyfingum á hlutabréfamörkuðum, aukinheldur er Spron með stóran stöðu í Exista.

Gengi krónu hefur veikst um 1,3% og er 121,7 stig.