Eftir mikla uppsveiflu á markaði í gær í kjölfar stýrivaxtalækkunar í Bandaríkjunum hafa markaðirnir nú komið niður aftur. Úrvalsvísitalan hefur það sem af er degi lækkað um 1.17% og stendur í 7.849 stigum.

Alls hafa þrettán félög lækkað í Kauphöllinni í dag. Mest hefur færeyska félagið Atlantic Petroleum lækkað eða um 2,95%. Þá hefur Straumur lækkað um 1,79% og Kaupþing um 1,73%. Teymi hefur hækkað eitt félaga í Kauphöll um 0,18%.

Þá hefur kónan veikst um 1,17% það sem af er degi og stendur hún nú í 118,4 stigum.