Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 2,86% og er 7.926 stig við hádegi, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Velta nemur 4,4 milljörðum króna.

Markaðir erlendis hafa einnig farið lækkandi í kjölfar þess að störfum í Bandaríkjunum fjölgaði ekki í takt við væntingar.

Atlantic Petroleum hækkaði um 12% og Century Aluminium hækkaði um 0,44%.

365 hefur lækkað um 4,55%, Exista hefur lækkað um 4,48%, Föroya banki hefur lækkað 4,02%, Kaupþing hefur lækkað um 3,52% og FL Group hefur lækkað um 2,92%.

Gengi krónu hefur styrkst um 0,74% og er 121,7 stig.

Danska vísitalan OMXC hefur lækkað um 1,3%, breska vísitalan FTSE 100 hefur lækkað um 0,11%, norska vísitalan OBX 1,05%, sænska vísitalan OMXS hefur lækkað um 0,46% og japanska vísitalan TOPIX 2,04%.