Rauðar tölur einkenna markaði nú á hádegi en hlutabréf hafa lækkað um 2,53% það sem af er degi og stendur úrvalsvísitalan nú í 7.575 stigum. Veltan í Kauphöllinni OMX á Íslandi á hádegi nemur 3,7 milljörðum króna.

Alls hafa 17 félög lækkað í viðskiptum dagsins. Mest hefur Exista lækkað eða um 4,17%, þá hefur Kaupþing lækkað um 3,2% og Straumur um 2,89%.

einungis tvö félög hafa hækkað í dag, en það eru færeysku félögin Færeyja banki (0,91%) og Atlantic Petroleum sem hefur hækkað um 5,13%.

Krónan er 0,7% veikari en í upphafi dags og stendur gengisvísitalan nú í 121,7 stigum.