Gengi hlutabréfa fataframleiðandans Abercrombie & Fitch hefur hækkað um 15,55 það sem af er degi eftir að félagið birti uppgjör fyrir annan ársfjórðung. Þrátt fyrir að sala vörusala fyrirtækisins hafi dregist og tap var á rekstrinum var afkoman á ársfjórðungnum betri en greininaraðilar höfðu gert ráð fyrir samkvæmt frétt F inancial Times .

Vörusala fyrirtækisins nam 779,3 milljónum dollara og dróst saman um 0,5%. Greiningaraðilar höfðu hins vegar gert ráð fyrir sölu upp á 758,6 milljónir dollara. Þá nam tap á hvern hlut 16 sentum en greiningaraðilar höfðu gert ráð fyrir að tapið myndi nema 33 sentum á hlut.

Abercrombie hefur átt í töluverðum vandræðum á síðustu árum. Frá ársbyrjun 2014 hefur sala dregist saman á hverjum einasta ársfjórðungi fyrir utan fjórða ársfjórðung árið 2016.

Hlutabréfaverð félagsins stendur nú í 11,1 dollara á hlut og hefur lækkað um 7,5% það sem af er þessu ári. Frá því í ágúst árið 2011 hefur gengi hlutabréfa félagsins lækkað um rúmlega 85%.