Bjarni Benediktsson hefur fullan hug á því að gefa einkaaðilum tækifæri til að taka þátt í áframhaldandi uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli þegar skilyrði til þess eru ákjósanleg. Þetta kemur fram í svari hans við fyrirspurn Vilhjálms Árnasonar um eignarhald á Flugstöð Leifs Eiríkssonar og fríhafnarverslun.

Bjarni segir í svari sínu að í núverandi áætlunum ríkisins sé ekki gert ráð fyrir að íslenska ríkið þurfi að leggja til fjármuni vegna stækkunar Leifsstöðvar, þar sem Isavia telji möguleika félagsins á fjármögnun framkvæmdanna vera góða. Hann bendir á að núverandi lög mæli á um skyldu Isavia til að reka fríhafnarverslanir, en segir ekki ólíklegt að þessi þáttur í rekstri Isavia muni sæta skoðun í nánustu framtíð.