*

fimmtudagur, 25. apríl 2019
Fólk 4. júní 2015 12:18

Aðalheiður til Expectus

Aðalheiður Sigursveinsdóttir hefur verið ráðin sem ráðgjafi á sviði straumlínustjórnunar hjá Expectus.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Ráðgjafarfyrirtækið Expectus hefur ráðið Aðalheiði Sigursveinsdóttur sem ráðgjafa á sviði straumlínustjórnunar (e. Lean Management). Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.

Aðalheiður er með MBA próf frá Háskólanum í Reykjavík. Hún hefur m.a. starfað í níu ár í fjármálafyrirtækjum, nú síðast sem sérfræðingur og verkefnastjóri við innleiðingu straumlínustjórnunar hjá Arion banka. Hennar hlutverk var að vinna með níu rekstrareiningum bankans auk þess að koma að endurskipulagningu fleiri deilda í kjölfar undirbúnings McKinsey & Company. Aðalheiður hefur lokið þjálfun sem stjórnendamarkþjálfi og hefur nýtt þá aðferðarfræði í störfum sínum auk þess að veita hefðbundna markþjálfun fyrir leiðtoga og stjórnendur.

„Við höfum undanfarið verið að veita fyrirtækjum aðstoð við innleiðingu stefnu með 4 Disciplines of Execution frá Franklin Covey og við breytingar á áætlanagerð samkvæmt Beyond Budgeting aðferðum. Okkar mat var að straumlínustjórnun passaði vel sem viðbót við þau verkfæri sem hafa gefið hvað besta raun við að ná fram raunverulegum breytingum og bæta árangur í rekstri fyrirtækja. Við erum mjög ánægð að fá Aðalheiði til liðs við okkur með sérfræðiþekkingu og reynslu á sviði straumlínustjórnunar,“ segir Ragnar Þórir Guðgeirsson, framkvæmdastjóri Expectus. 

Í dag starfa 22 starfsmenn hjá Expectus og tengdum fyrirtækjum við ráðgjöf á sviði stefnumótunar, rekstrar og upplýsingatækni og við hugbúnaðargerð. 

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim