Aðalmeðferð hófst í Marple-málinu í Héraðsdómu Reykjavíkur nú í morgun. Allir ákærðu í málinu voru mættir þangað nú í morgun.

Í málinu eru Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrum forstjóri Kaupþings og Guðný Arna Sveinsdóttir, fyrrverandi fjármálastjóri Kaupþings, ákærð fyrir fjárdrátt og umboðssvik.

Þá er Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, ákærður fyrir hlutdeild í fjárdrætti og umboðssvikum og Skúli Þorvaldsson ákærður fyrir hylmingu.

Aðalmeðferðin hófst á vitnisburði Guðnýjar Örnu sem stendur nú yfir.