*

þriðjudagur, 21. maí 2019
Fólk 1. apríl 2019 12:12

Aðalritstjóri DV til Hringbrautar

Kristjón Kormákur Guðjónsson, aðalritstjóri DV, hefur sagt upp störfum. Hefur störf hjá Hringbraut á morgun.

Ritstjórn

Kristjón Kormákur Guðjónsson, aðalritstjóri DV, hefur sagt upp störfum. Þetta staðfesti hann í samtali við Vísi.is. Kristjón segir að erfitt sé að kveðja góða vini á fréttastofu DV en tími hafi verið kominn á nýja áskorun. Kristjón hefur verið ráðinn til starfa hjá Hringbraut.

„Það var í rauninni bara kominn tími til að gera eitthvað annað. Þetta er erfitt starf sem er unnið allan sólarhringinn,“ sagði Kristjón í samtali við Vísi. Hann hefur gegnt stöðu aðalritstjóra í rúmlega eitt ár. 

Kristjón kveðst spenntur fyrir nýjum tímum hjá Hringbraut, en hlutverk hans þar verður að blása lífi í vef miðilsins. 

Loks segist hann hlakka mjög til samstarfsins við Sigmund Erni Rúnarsson sjónvarpsstjóra en hann mun mæta til vinnu á Hringbraut á morgun.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim