Héraðsdómur Reykjaness féllst ekki á kröfu Air Lease Corporation um að aflétta kyrrsetningu á flugvél félagsins sem kyrrsett er á Keflavíkurflugvelli. ALC hafði gert kröfu um að fá vélina afhenta með beinni aðfarargerð. Frá þessu er sagt á Vísi .

Munnlegur málflutningur í málinu fór fram í morgun og var úrskurður kveðinn upp í dag. Isavia kyrrsetti vélina aðfararnótt 28. mars en skömmu síðar skilaði Wow flugrekstrarleyfinu og hefur vélin verið á Keflavík síðan. Kyrrsetningin er á grundvelli 136. gr. loftferðalaga en Wow skuldaði Isavia um tvo milljarða í notendagjöld þegar félagið fór í þrot.

ALC mótmælti því að eign fyrirtækisins væri kyrrsett til tryggingar skuld annars aðila og taldi það stangast á við stjórnarskrárvarinn eignarréttindi. Isavia taldi haldsréttinn hins vegar halda fullum fetum.

Í úrskurðinum segir að Isavia hafi verið heimilt að kyrrsetja vélina en ekki til tryggingar milljarðanna tveggja. Aðeins sé heimilt að halda henni til tryggingar þeirra gjalda sem leiddi af notkun þessarar stöku vélar en sú upphæð er tæpar hundrað milljónir króna.