Akureyrarbær hefur stofnað aðgerðahóp sem hefur það hlutverk að skoða framtíðarrekstur sveitarfélagsins og móta tillögur um aðgerðir til hagræðingar. Frá þessu greinir RÚV .

Kemur fram að fjárhagsáætlun þessa árs hafi lokað með halla og að grípa þurfi strax til aðgerða. Mun hópurinn leitast eftir því að draga úr rekstrarkostnaði strax á þessu ári og finna leiðir til hagræðingar á næstu þremur árum. Hópurinn mun jafnframt njóta aðstoðar sérfræðinga frá KPMG.

Jafnframt á að setja skýrari reglur um nýráðningar starfsmanna til að koma í veg fyrir að ráðið sé í störf um leið og þau losna án þess að meta þörfina fyrir þau til frmtíðar. Þetta segir Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri.

Hópurinn á einnig að móta tillögu að upplýsingagrunni þannig að allar deildir bæjarins geti notað sömu aðferð við fjárhagsáætlunarvinnu á hverju ári. Til gangur þess er m.a. að auka gagnsæi og áreiðanleika upplýsinga.