Adidas, sem er næststærsti íþróttavöruframleiðandi í heimi, gaf út afkomuviðvörun í gær. Ástæðan er sú að gengi gjaldmiðla í nýmarkaðsríkjum hafa lækkað að undanförnu. Hlutabréfaverð lækkaði um 5% við opnun markaða í morgun eftir að afkomutilkynningin var birt.

Stjórnendur fyrirtækisins búast við því að hagnaður fyrirtækisins muni lækka um sjötíu milljónir evra, eða um 11,5 milljarða króna, og verði á bilinu 820 milljónir til 850 milljónir.

Gjaldmiðlar á borð við rússnesku rúbluna, japanska jenið, tyrknesku líruna og argentínska pesóið hafa allir lækkað.

Nánar er greint frá þessu á vef FT.