*

mánudagur, 23. október 2017
Innlent 8. ágúst 2012 15:42

Aðstoðarforstjóri Marel hagnast um 27 milljónir

Sigsteinn P. Grétarsson keypti hálfa milljón hlutabréfa í Marel í dag á genginu 87,41 krónu á hlut og seldi aftur fyrir 141,5 krónu á hlut.

Ritstjórn

Sigsteinn P. Grétarsson, aðstoðarforstjóri Marel, nýtti í dag kauprétt sinn og keypti hálfa milljón hlutabréfa í Marel fyrir 43,7 milljónir króna á genginu 87,41 krónur á hlut. Eftir kaupin átti hann 525.999 hluti í félaginu. Samkvæmt flöggun Marel til Kauphallarinnar seldi hann hlutina aftur á genginu 141,5 krónur á hlut fyrir samtals 70,7 milljónir króna. Hagnaðurinn af sölunni nemur sléttum 27 milljónum króna.

Eftir viðskiptin á Sigsteinn tæpa 26 þúsund hluti í Marel.